Hafrakex má nota í konfektFlestir fá vatn í munninn bara við að heyra orðið konfekt. Bragðlaukarnir taka við sér og tilhugsunin um ljúffengan mola með súkkulaði og öðru góðgæti gerir mann glaðan. Konfektkassar úr verslun eru góðir og gildir, en mest gaman er að geta boðið upp á eitthvað spes, eitthvað heimatilbúið. Hér fylgir uppskrift að einföldum og dásamlegum konfektmolum með Kexsmiðju hafrakexi. Prófaðu bara. Þú veist þig langar til þess.


Hráefni:
100 gr suðusúkkulaði
1/2 dl saxaðar rúsínur
1/2 dl saxaðar steinlausar döðlur
1/2 dl kókosmjöl
1/2 dl mulið kafrakex frá Kexsmiðjunni
2 msk saxaðar hnetur
Lítil konfektformAðferð:
Súkkulaðið brætt í vatnsbaði. Allt saxað og blandað saman við súkkulaðið. Sett með teskeið í formin og leyft að þorna. Gjörið svo vel!

Deila |