Bás Kexsmiðjunnar á vörusýningu ÍsamÁ föstudaginn var haldin vel heppnuð vörusýning á vegum Ísam á Hilton Nordica og var mikið um dýrðir þar. Kexsmiðjan var með bás á sýningunni og kynnti þar vörur sínar og var hið ótrúlega bragðgóða hafrakex Kexsmiðjunnar sérstaklega vinsælt enda hægt að prófa það með viðeigandi meðlæti.

Gestum sýningarinnar gafst kostur á að prófa nokkrar vörur Kexsmiðjunnar og kynnast frá fyrstu hendi þeim bragðgæðum sem vörur Kexsmiðjunnar eru þegar þekktar fyrir.

Það verður ánægjulegt að fara inn í sumarið með nýjar vörur eftir svona jákvæðar móttökur eins og Kexsmiðjan fékk á vörusýningunni. Kexsmiðjan verður gott veganesti í sumar.


Deila |