Kanilsnúðar frá Kexsmiðjunni eru góðir með garðverkunum

Dagatalið segir að nú sé komið vor og því segjum við að kominn sé tími á lautarferð. Það er þó best að fara sér að engu óðslega og byrja smátt. Stundum er sagt að best sé að byrja á því að rækta sinn eigin garð, og þótt þar sé átt við hlutina í óeiginlegri merkingu má líka taka því bókstaflega og byrja í sínum eigin garði.

Þar er yfirleitt að einhverju að huga eftir veturinn. Greinar að klippa, sandur að moka eða rusl að tína. Þannig má sameina vorverkin í garðinum og fyrstu eiginlegu lautarferðina.

Það er um að gera að vanda til verks. Finna gott teppi sem má blotna til að breiða undir sig, finna fram plastbolla og hitabrúsa, fylla hann af heitu kakói og hafa kexið frá Kexsmiðjunni til taks.

Við mælum með Íslandskexi og kanilsnúðum í þessa fyrstu lautarferð ársins. Handhæga og ljúffenga bita sem koma manni í rétta gírinn. Svo er bara að klæða sig eftir veðri og njóta íslenska vorsins, með og án hrets. Góðar stundir!

Deila |