Skreyttu möffinskökurnar frá Kexsmiðjunni eftir eign smekk
Skreyttu möffins frá Kexsmiðjunni. Möguleikarnir eru óendanlegir

Nú er afar vinsælt að baka svokallaðar bollakökur eða möffins og skreyta á sem fjölbreyttastan hátt. Það verður að segjast eins og er að skreytingin er aðalmálið og það sem gerir útkomuna skemmtilega. Fyrir þá sem vilja spara við sig tímann eða vilja einfaldlega losna við baksturinn, er tilvalið að ná í poka af möffins frá Kexsmiðjunni og hefjast handa við skreytingarnar!

Best er að nota smjörkrem ásamt skrauti og þar er hugarflugið eina takmörkunin. Við látum fylgja hér uppskrift að einföldu smjörkremi og svo má leika sér með bragðefni, litarefni og þykkt. Það er auðvitað best að hafa kremið frekar þykkt til að það leki ekki eftir að því hefur verið sprautað eða smurt á kökurnar.


Gott er að nota krem/rjómasprautu við skreytingarnar, með mismunandi stútum, en einfaldasta útgáfan er einfaldlega nestispoki sem búið er að klippa af hornið. Þá þarf að gæta þess að hafa gatið ekki of stórt.

Eftir að kremið er komið á kökurnar, má skreyta það á margvíslegan hátt. Gaman getur verið að nota sælgætismola, tilbúið kökuskraut, eða jafnvel lítil leikföng sem litlir kökuunnendur geta átt til minningar. Þá er þó eins gott að gæta þess að enginn gerist of gráðugur!

Góða skemmtun!


Grunnsmjörkrem:

  • 100 g smjör (lint, við stofuhita)
  • 1 eggjarauða (er hægt að sleppa og setja aðeins meira smjört í staðinn)
  • 2.5 dl flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

  • Þeytið saman smjöri og flórsykri þar til það verður létt og ljóst.
  • Hrærið eggjarauðunni saman við.
  • Bætið vanilludropum út í ásamt matarlit að eigin vali, kakói eða öðru bragð- eða litarefni.
  • Hrært vel saman í um það bil 2 mínútur.

Það má nálgast ógrynni skreytingahugmynda á Netinu og ekki vitlaust að kíkja þangað áður en hafist er handa. Svo er um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og sjá hvert það leiðir.

Deila |