Hafrakex frá Kexsmiðjunni
Hafrakexið frá Kexsmiðjunni er til ýmissa hluta nytsamlegt

Hafrakexið frá Kexsmiðjunni er frábær biti í drekkutímanum, hvort sem er með kúmeni eða án. Sannir hafrakexunnendur vita hvað gott hafrakex með réttu magni af smjöri og osti er fullkominn biti.

Hafrakexið frá Kexsmiðjunni er bakað eftir gamalli og skotheldri uppskrift sem bökuð hefur verið í eldhúsum landsins áratugum saman. Þótt eitthvað sé gamalt og gott, þá þarf þó að vara sig á að vera allt of vanafastur, því það getur verið gaman að breyta örlítið til.

Vanafastir hafrakexneytendur geta þó dregið andann rólega, hér er ekki átt við kúvendingu, heldur aðeins létta tilbreytingu. Fyrsta skrefið gæti verið að bæta einhverju við ostinn ofan á kexið, til dæmis gúrku eða tómötum.

Annað skrefið gæti verið að skipta brauðostinum út fyrir annars konar ost, til dæmis franskan camembert eða norskan jarlsberg. Næst mætti ímynda sér að hafrakexunnandinn væri tilbúinn að sleppa ostinum og prófa hummus eða túnfisksalat á kexið.

Fyrir þá sem eru tilbúnir að fara alla leið, þá má nota kexið út í súpur eða sem meðlæti með réttum sem jafnan eru borðaðir með brauði. Eftir að það skref hefur verið tekið opnast nýir möguleikar á hverjum degi, því hafrakexið er gott með næstum öllu.

Deila |