Skrautlegir krakkar í heimsókn hjá Kexsmiðjunni á öskudaginn
Skrautlegir krakkar í heimsókn hjá Kexsmiðjunni á öskudaginn

Það hefur verið handagangur í öskjunni í Kexverksmiðjunni það sem af er degi enda hafa norðlensk börn ávallt lagt mikinn metnað í búninga og söng á þessum degi. Gestirnir eru af öllu tagi. Furðuverur, hetjur, skrímsli, drottningar, vampírur, prinsessur og alls konar fígúrur og fólk. Börnin á myndunum voru komin snemma í morgun og sungu fyrir starfsfólkið og fengu gotterí að launum.

Deila |