Hjónabandssæla frá Kexsmiðjunni
Rababarasultan setur punktinn yfir i-ið í Hjónabandssælu Kexsmiðjunnar

Sulta er sæt og ljúffeng og á við með svo mörgu sem borið er á borð. Það er til fjöldi sultutegunda og hver á sitt uppáhald. Það getur verið ein af þeim algengari eins og jarðarberjasulta eða bláberjasulta, eða þá aðrar exótískari eins og chilisulta eða jafnvel sultur með engifer eða kanil.

Ein sú vinsælasta hér á landi, og jafnframt sú ’íslenskasta’, er rabarbarasultan. Hér vex rabarbarinn víða og auðvelt að vera sér úti um búnt og sulta.


Kexsmiðjan notar einmitt ekta íslenska rabarbarasultu í vörur sínar. Hjónabandssælan, Sælusnúðarnir og Vínarbrauðin frá Kexsmiðjunni eru ekta gamaldags íslenskt bakkelsi með ljúffengri rabarbarasultu.

Það er fátt sem slær út góðan kaffibolla eða mjólkurglas og kaffimeðlæti með ekta rabarbarasultu frá Kexsmiðjunni. Hver dagur er einstakur og ánægjulegur kaffitími með Kexsmiðjunni gerir hann góðan.

Deila |