Freistingar með kókos
Freistingar frá Kexsmiðjunni eru til þess að falla fyrir á veturna

Það er febrúar. Veðrið er eins og við er að búast á þessum árstíma. Miskalt en sjaldnast gott, gengur á með hálku og rigningu til skiptis og maður er rétt búinn að koma börnunum í skilning um að það sé í alvöru nauðsynlegt að vera í gammósíum þegar það hlýnar nógu mikið til að gera þær óþarfar – þangað til kólnar aftur.

Heimavið er allt með kyrrum kjörum. Jólin orðin fjarlæg minning fyrir utan einstaka jólasvein sem gleymdist að pakka niður með hinu dótinu. Ætli hann verði hérna ennþá í desember?


Vinna, skóli, æfingar og dagleg rútina er allsráðandi og þótt enn sé það of snemmt, er hugurinn stundum farinn að reika til sumarsins og bjartari daga. Daga með lautar- og strandferðum og sól í heiði og bros á vör. Eða þannig er það að minnsta kosti í minningunni.

Enn sem komið er, látum við duga að hleypa ímyndunaraflinu af stað. Það er fátt huggulegra en að láta hugann reika yfir rjúkandi bolla og nokkrum sætum kexkökum. Kexsmiðjugóðgætið er eins og skapað fyrir slíkar gæðastundir, hvort sem er með sjálfum sér eða í góðum félagsskap.

Prófaðu Freistingar, Kanilsnúða eða Vínarbrauð frá Kexsmiðjunni og finndu stund til að láta hugann reika.

Deila |