Kanilsnúðar frá Kexsmiðjunni
Prófaðu alla snúðana frá Kexsmiðjunni og finndu þína uppáhaldstegund

Það er hægt að vera snúðugur og svo er hægt að setja á sig snúð. Hvorugt kemur þó sætu og ljúffengu snúðunum frá Kexsmiðjunni nokkuð við. Þeir eru nefnilega allt annað en snúðugir og ættu að laða fram það besta í öllum sem prófa.

Kexsmiðjan bakar eftir gömlum og góðum uppskriftum sem verið hafa í uppáhaldi áratugum saman. Snúðarnir frá Kexsmiðjunni eru mátulega mjúkir, alveg eins og amma gerði þá.

Þú getur valið á milli þriggja tegunda: Sælusnúða, sem eru kanilsnúðar með sultu, Súkkulaðisnúða, sem eru kanilsnúðar með súkkulaði ofan á og hefðbundinna Kanilsnúða.

Prófaðu þá alla og finndu þína uppáhaldstegund af ljúffengum Kexsmiðjusnúðum.

Deila |