Súkkulaðibitakökur Kexsmiðjunnar eru fullkominn biti á aðventunni.
Súkkulaðibitakökur Kexsmiðjunnar eru fullkominn biti á aðventunni

Nú eru jólin á næsta leiti. Vika í langþráð jólafrí og huggulegheit. Spennan magnast hjá börnunum, sem telja niður og finnst tíminn ekki geta liðið nógu hratt. Fullorðna fólkið er líka eftirvæntingarfullt, en því þykir þó mörgu tíminn mega líða örlítið hægar svo allt verði klárt fyrir aðfangadagskvöld.

Það hefur þó sannað sig ár eftir ár, að jólin koma á réttum tíma, og ár eftir ár tekst líka að hafa allt á sínum stað. Hver jól eru eins og þau eiga að vera.


Smákökurnar fylgja jólastússinu og Kexsmiðjan býður upp á átta tegundir af gómsætum jólasmákökum til að stytta sér biðina, maula yfir jólakortaskrifum, bjóða jólagestum eða bara njóta hvar og hvenær sem er.

Jólamákökur Kexsmiðjunnar eru bakaðar eftir gömlum, góðum og margreyndum uppskriftum, og létta undir með önnum köfnum fjölskyldum þessa síðustu daga fyrir jól.

Súkkulaðibitakökurnar frá Kexsmiðjunni eru akkúrat munnbiti og sérstaklega stökkar og ljúffengar. Njóttu aðventunnar með jólasmákökum frá Kexsmiðjunni!

Deila |