Hafðu það notalegt á aðventunni. Fáðu þér heitt súkkulaði og Vanillufingur frá Kexsmiðjunni
Hafðu það notalegt á aðventunni. Fáðu þér heitt súkkulaði og Vanillufingur frá Kexsmiðjunni

Vanilluhringir og vanillufingur eru vinsælar smákökur fyrir jólin enda sérstaklega ljúfur biti. Vanillan gefur kexinu alveg einstakan flauelsmjúkan keim.

Vanillufingur frá Kexsmiðjunni eru bakaðir eftir gamalli uppskrift og síðan húðaðir með ekta súkkulaði. Það má auðvitað borða vanillufingur á marga vegu: með kaldri mjólk, með kaffinu eða teinu. Okkur finnst þó langbest að hafa heitt súkkulaði við höndina þegar vanillufingur eru annars vegar því þeir eru fullkomnir til að dýfa.


Það má ekki dýfa of lengi þó. Bara nógu lengi til að heitt súkkulaðið nái að ylja og mýkja þá upp og svo leysast þeir upp í munninum. Þvílíkt sælgæti.

Vanillufingur eru ein af átta tegundum af jólasmákökum frá Kexsmiðjunni. Það er erfitt að velja en líka nægur tími til að prófa þær allar. Slepptu umstanginu og náðu þér í jólasmákökur frá Kexsmiðjunni í næstu verslun.

Deila |