Hálfmánarnir eru bragðgóður hluti af jólasmákökuflóru Kexsmiðjunnar. Kynntu þér úrvalið.
Hálfmánarnir eru bragðgóður hluti af jólasmákökuflóru Kexsmiðjunnar. Kynntu þér úrvalið.

Hálfmánarnir eru ef til vill þekktari hjá eldri kynslóðum en þeim yngri, en hafa átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár. Hálfmánar eru ljúffengar smákökur sem gerðar eru þannig að deigið er flatt út, skornar út hringlaga kökur, sem svo eru klemmdar saman með sultu á milli. Þannig fást gómsætar smákökur með smá sultu sem fullkomnar bitann.

Hálfmánarnir frá Kexsmiðjunni eru gerðir eftir gamalreyndri uppskrift, enda eru þeir alveg ‚ekta‘. Hálfmánarnir eru ein átta smákökutegunda frá Kexsmiðjunni, hver annarri betri.


Bjóddu upp á hálfmána frá Kexsmiðjunni næst þegar gesti ber að garði og það er öruggt að þeir slá í gegn. Tilbúnu smákökurnar frá Kexsmiðjunni gera þér kleift að njóta jólaundirbúningsins betur. Það eina sem þarf að gera er að setja þær á disk og bera á borð. Njóttu aðventunnar með smákökum frá Kexsmiðjunni.

Deila |