Blúndukökur frá Kexsmiðjunni eru transfitusnauðar
Blúndukökurnar frá Kexsmiðjunni eru transfitusnauðar eins og allar aðrar vörur Kexsmiðjunnar

Umræðan um transfitusýrur náði nýlega hámarki hér á landi og má segja að niðurstaðan hafi verið tilkynning Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að settar yrði reglur um hámarksmagn transfitusýra í matvælum.

Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar neyti meira af transfitusýrum en heilsusamlegt geti talist og því ætti reglugerð að leiða til betri lýðheilsu í framtíðinni. Það hefur þó hingað til ekki verið við alla íslenska matvælaframleiðendur að sakast, því margir þeirra hafa lágmarkað transfitusýrur í vörum sínum um árabil.

Kexsmiðjan getur stolt sagt frá því að allar vörur fyrirtækisins eru transfitusýrusnauðar samkvæmt þeim reglum sem setja á hér á landi, og hafa verið það frá árinu 2006. Ingólfur Gíslason, verksmiðjustjóri Kexsmiðjunnar, segir þetta í raun sérstakt. „Kexsmiðjan leggur áherslu á framleiðslu í anda gamaldags heimabaksturs, og tekst á sama tíma að halda transfitusýrum í algjöru lágmarki. Það er afar merkilegur árangur.“


Kexsmiðjan notar gömlu góðu uppskriftirnar og niðurstaðan er ekta gott bakkelsi með keim af eldhúsinu hennar ömmu – en transfitusnautt.

Þannig tekst Kexsmiðjunni að sameina gamla tíma og nýja með gamaldags bakstri með nýmóðins hráefni!

Deila |