Gulur veganestisstandur
Nú fást sérpakkaðir Veganestiskanilsnúðar

Veganesti Kexsmiðjunnar hefur slegið í gegn hjá landsmönnum enda frábær leið til að fá sér ekta gott bakkelsi á hraðferð. Veganestið er úrval af vinsælustu vörum Kexsmiðjunnar, sérpakkaðar svo hentugt sé að grípa þær með sér hvenær sem er.

Nú hefur úrvalið aukist enn frekar, því kanilsnúðarnir fást nú sérpakkaðir. Þeir eru að sjálfsögðu líka seldir í pokum eftir sem áður þannig að nú getur þú fengið þér kanilsnúð á ferðinni á öllum sölustöðum til viðbótar við formkökur, vínarbrauð og möffins.

Í boði eru fjögur möffins í poka, átta kanilsnúðar eða sérpakkaðar formkökur, vínarbrauð, möffins og núna – kanilsnúðar!


Deila |