Tebollur með rúsínum frá Kexsmiðjunni
Komdu þér þægilega fyrir með góða bók og gómsætar tebollur frá Kexsmiðjunni

Nú þegar jólabókaflóðið er farið að minna á sig og verður í algleymi innan fárra vikna, þá er ekki úr vegi að huga aðeins að bókalestri. Lestur góðrar bókar er ein þeirra athafna sem fólk tekur sér fyrir hendur þegar á að hafa það verulega gott.

Það eru alltaf staflar af bókum sem ekki gafst tími til að sökkva sér niður í um síðustu jól, eða þarsíðustu og svo má alltaf rifja upp gamla klassík.

Nú þegar myrkrið hellist yfir okkur er fullkomið að gefa sér tíma í að setjast niður með eitthvað heitt í bolla og góðgæti frá Kexsmiðjunni og lesa góða bók. Við mælum sérstaklega með snúðunum og tebollunum sem hægt er að láta endast í margar blaðsíður.

Bókalestur tekur tíma og í annríki dagsins er tíminn eitt það dýrmætasta sem fólk á og getur gefið. Þess vegna er það dýrmæt stund að koma sér fyrir með góða bók og leyfa sér að gleyma stað og stund með frásögnum og skáldskap.

Gefðu þér góða bókastund eða gefðu smáfólkinu í kringum þig góða gjöf með lestri góðrar bókar og Kexsmiðjugotti til að maula með. Góðar stundir!

Deila |