Margir foreldrar halda svokallaðan nammidag í heiðri um helgar og leyfa börnunum þá að borða sælgæti sem þau fá ekki á öðrum dögum. Við hjá Kexsmiðjunni mælum með því að foreldrar leiti aftur til fortíðar og bjóði frekar upp á gott meðlæti með sunnudagskaffinu en sælgæti. 

Margir þrá viðurkenningu, hrós. Verðlaun fyrir góðan árangur eða annars konar umbun getur verið ávísun á að viðkomandi haldi áfram á þeirri vegferð sem hann eða hún stendur sig vel í og getur náð forystu á sínu sviði. 

Mikilvægt er verðlauna börn fyrir vel unnin verk, fyrir að standa sig vel í heimanáminu, á prófum, íþróttum, klára af disknum í kvöldmatnum eða borða meira grænmeti en alla jafna. 

Um nokkurt skeið hefur tíðkast að gefa börnum sælgæti á svokölluðum nammidögunum, sem þá eru einn dagur í hverri helgi. Hjá sumum rennur nammidagurinn upp og fá þá börnin að velja sér bland í poka án þess að hafa þurft að uppfylla nokkur skilyrði eða standa sig neitt sérstaklega í skóla eða í daglegu lífi. Það lofar ekki góðu. 

Lengi má deila um hollustu nammidaga og sælgætisbara fyrir börn. Við hjá Kexsmiðjunni mælum frekar með því að verðlauna börn fyrir góðan árangur með því að leyfa þeim að velja meðlætið með helgarkaffinu. 

Súkkulaðisnúðarnir frá Kexsmiðjunni eru tilvaldið með sunnudagskaffinu. Þetta eru gamaldags stökkir kanilsnúðar með súkkulaði sem mörg börn hreinlega elska. 

Verðlaunaðu þig fyrir góðan árangur í vikunni og fáðu þér súkkulaðisnúð frá Kexsmiðjunni á sunnudaginn. 

Deila |