Margir leita hamingjunnar og telja sumir sig hafa fundið hana með einum eða öðrum hætti. Við hjá Kexsmiðjunni bökum reglulega Hamingjuköku sem er sannkölluð himnasæla. 

En hver er þessi hamingja sem svo margir leita að og hvernig á að finna hana? Í stuttu máli er hamingjan tilfinning fyrir gleði, ánægju og velferð. Þetta er flókin upplifun og því erfitt að festa hendur á hamingjunni. 

Margir hafa reynt að skilgreina hamingjuna. Það er meira að segja til formúla sem leiðir til hamingju. Það er tengslaformúlan. Hún byggir á gildum eða grunnbreytum sem skapa traust, virðingu, tryggð og umhyggju og kærleikur. Traustið er forsenda samvinnu og góðra samskipta og leiðir það til hamingjunnar. 

Undir þetta er tekið í niðurstöðum umfangsmikillar og langrar rannsóknar Harvard-háskóla í Boston á hamingju og velgengni. Rannsóknin, sem nefndist Harvard Grant Study, hófst árið 1938 og var þar fylgst með 268 karlmönnunum úr röðum útskriftarnema það árið. Rannsóknin var mjög víðtæk en á meðal þess sem var skoðað voru líffræðilegir og sálfræðilegir þættir, greind, neysla á mat og drykk og fjölskylduhagir. 

Niðurstöður rannsóknarinnar voru árið 2012 gefnar út í bókinni Triumphs of Experience: The Men of the Harvard Grant Study.

Í mjög stuttu máli var niðurstaðan sú að neysla á áfengi hefur neikvæðar afleiðingar, samskipti við foreldra leiddi til betri andlegrar líðan og meiri umhyggju. Umhyggjan leiddi síðan af sér betri samskipta. Þá sýndu niðurstöðurnar jafnframt fram á að góður árangur í fjármálum byggðist á góðum samskiptum þátttakenda í könnuninni en ekki gáfnafari. 

Með öðrum orðum sýndi umfangsmesta könnun sem gerð hefur verið fram á að góð samskipti og kærleikur eða umhyggja leiðir til hamingju. 

Við hjá Kexsmiðjunni viljum gera alla hamingjusama. Hamingjukakan okkar er til með þremur bragðtegundum og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Kakan er til með bláberjabragði, eplafyllingu og karamellubragði. Gott er að hita kökuna aðeins í ofni og bera hana síðan fram með þeyttum rjóma eða ís. 

Byrjaðu vikuna með Hamingjukökunni frá Kexsmiðjunni og finndu kærleikann umvefja þig. 

Deila |

Lestu skyldar fréttir og um vöruna