Súkkulaðibitakökur.Jólin eru sá tími ársins sem flestir gera vel við sig í mat og drykk enda er þetta sú stund sem fólk við njóta góðgætis. Í hugum margra sælkera koma jólin ekki fyrr en lykt af greni berst um húsið og bitið hefur verið í smáköku. 

Á árum áður bökuðu húsmæður margar sortir af smákökum, í sumum tilvikum svo margar að stórfjölskyldan gat ekki torgað þeim öllum og voru því til jólasmákökur langt fram á sumar. Vinsælt hefur verið í gegnum tíðina að baka sörur, dropakökur, vanillufingur og kókostoppa sem allir krakkar elska. 

Súkkulaðibitakökur eru einar af vinsælustu smákökunum. Þær hafa verið bakaðar um árabil og hefur uppskriftin haldist svo til óbreytt lengi. Súkkulaðibitakökur eru gómsætar í skammdeginu. Þeir hugmyndaríku hafa tekið upp á því að stinga þeim inn í ofn í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram. Ef það er gert þá eru þær volgar og virðast þær eins og nýbakaðar. Kosturinn við upphitunina er jafnframt sá að nýbakaðar minna súkkulaðibitakökurnar dálítið á franskar súkkulaðikökur, sem bókstaflega bráðna í munni.

Flestir krakkar elska súkkulaðibitakökur fyrir jólin. Þegar boðið er upp á mjólkurglas með kökunum verða allir glaðir. 

Kexsmiðjan býður upp á mikið úrval af smákökum fyrir jólin. Þar á meðal eru vanillufingur, blúndukökur, Dísudraumur og dropakökur ásamt súkkulaðibitakökum sem allir elska. 

Nældu þér í pakka af súkkulaðibitakökum frá Kexsmiðjunni næst þegar þú verslar í matinn fyrir jólin.

 

Deila |