Jólailmurinn er farinn að berast frá Kexsmiðjunni. Við erum búin að baka og jólasmákökurnar komnar í verslanir. Þeir sem vilja byrja snemma á jólaundirbúningnum ættu að fara að huga að honum núna, í það minnsta að gera lista yfir það sem á að gera.

Þeir sem vilja byrja jafn tímanlega á jólaundirbúningnum og við hjá Kexsmiðjunni ættu að byrja á því fyrst af öllu að skipuleggja sig og gera áætlun fyrir jólaundirbúninginn. Einfaldasta áætlunin er að gera tékklista. Þeir sem vilja þróuðu útgáfuna geta forgangsraðað á listanum, og tímasett hvenær þeir vilja byrja og ljúka ákveðnum atriðum á listanum. Tékklistinn á heima á ísskápnum eða á einhverjum öðrum áberandi stað á heimilinu.

Eitt af því sem gott er að setja ofarlega á listann og gera snemma er að versla jólagjafir. Hver kannast ekki við stressið sem fylgir því að troða sér um þéttpakkaðar verslunarmiðstöðvar nokkrum dögum fyrir jól í örvæntingarfullri leit að hinni fullkomnu jólagjöf? Þeir sem komast upp á lag með að versla jólagjafirnar snemma velja sennilega oftar góðar gjafir, enda geta þeir gefið sér tíma til að hugsa um hvað viðkomandi langar í eða þarf, og hafa nægan tíma til að finna það eða panta í gegnum netið.

Þegar jólin eru skipulögð er tilvalið að narta í jólasmákökur frá Kexsmiðjunni og kakó. Jafnvel kveikja á kertum þegar skammdegið færist yfir.

Við hjá Kexsmiðjunni erum byrjuð á jólabakstrinum og eru jólasmákökurnar okkar komnar í verslanir.

Þar á meðal eru hálfmánarnir klassísku sem Íslendingar þekkja og elska.

Sparaðu tíma fyrir þessi jólin til að gera eitthvað skemmtilegt og afslappandi og láttu okkur hjá Kexsmiðjunni sjá um smákökurnar. Þú getur séð um kakóið og stemninguna.Deila |