Nú er tími haustferða og margir sem hafa það fyrir sið að fara í eina slíka. Í sumar fjölluðum við um að kexið frá Kexsmiðjunni væri tilvalið í útileguna, ferðalagið og í bústaðinn, en það ekki síður hentugt í styttri ferðalög eins og haustferðalagið. 

Fátt jafnast á við haustferðalag þar sem litadýrðin getur verið slík að líkast er því sem litirnir rauðir, gulir og brúnir dansi á trjágreinunum. Vinsælt er að gera sér ferð á Þingvöll enda finnst mörgum haustlitirnir þar sérstaklega fallegir.

Þótt haustferðir séu yfirleitt bara partur úr degi eða dagsferð þarf engu að síður að huga að ýmsu áður en lagt er af stað. Líkt og í útilegunni er nauðsynlegt að hafa með sér heitt kaffi og kakó á brúsa og hlý föt. Varla þarf að taka fram að til að haustferðin heppnist sem allra best er góða skapið og kexið frá Kexsmiðjunni vitanlega nauðsynlegt.

Mundu eftir kexinu frá Kexsmiðjunni sem þú færð í næstu verslun fyrir haustferðina.

 

Deila |