Eins og íbúar suðvesturhornsins hafa tekið eftir hefur ekki viðrað sérstaklega vel undanfarna daga og vikur. Meðan sumir blóta veðrinu í sand og ösku láta aðrir bara fara vel um sig heima við.

Fyrir þá sem tilheyra seinni hópnum - og njóta þess bara að vera heima við - er um að gera að pirra sig ekki um of á vonsku veðurguðanna.

Það eru um að gera að draga fram þær bækur sem þú hefur ekki enn komið í verk að lesa, eða spjaldtölvuna og horfa á uppáhaldsþættina þína.

Með þessu er svo tilvalið að hita sér kaffi eða kakó og gæða sér á kexi frá Kexsmiðjunni. 

Þetta hljómar eins og eitthvað sem maður gerir um vetur, en ekki um mitt sumar. En svona er gamansemi guðanna og eins öfugsnúin og tilveran getur stundum verið, verðum við mennirnir einfaldlega bara að dansa með.

 

 

Deila |