Nú styttist óðum í páska, eina helstu hátíð kristinna manna. Margir eru ábyggilega farnir að hlakka til páskahátíðarinnar hvort sem þeir bregða undir sig betri fætinum, fara út á land, upp í bústað eða hafa það bara náðugt í bænum.

Um páskana njóta þess margir að eiga náðuga daga í faðmi fjölskyldunnar. Gera má ráð fyrir að margir hafi páskalambið á boðstólnum auk þess sem sumir hafa það fyrir sið að fara í kirkju.

Við hjá Kexsmiðjunni óskum landsmönnum öllum gleðilegra páska og vonumst til þess að þeir hafa það sem allra best um páskahátíðina.  

 

 

 

 

Deila |