Íslandskex Kexsmiðjunnar er nýjasta kexlínan Kexsmiðjunnar. Í Íslandskexlínunni færðu bæði trefjaríkt hafrakex, heilhveitikex, gómsætt súkkulaðikex og svo smurkexið sem er það nýjasta í línunni.

Fyrsta kexið í Íslandskexlínunni var súkkulaðikexið okkar sem eru ljósar kexkökur hjúpaðar með dökku súkkulaði. 

Annað kexið okkar í Íslandskexfjölskyldunni var trefjaríka og bragðgóða heilhveitikexið okkar sem er fastur liður á morgunverðarborði margra með osti og sultu. 

Í kjölfarið kom svo hafrakexið sem ekki er síður vinsælt á morgunverðarborðum landsmanna. 

Fyrir skömmu sögðum við frá því að nýjasti fjölskyldumeðlimur Íslandskexlínunnar hefði komið í verslanir en það er smurkexið.

Smurkexið er tilvalið með síðdegiskaffinu og fljótlegt og gott til að grípa í á milli mála þegar hungurtilfinningin segir til sín.

Með kexinu í Íslandskex-línunni ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þú færð Íslandskex Kexsmiðjunnar í næstu verslun.

 

 

 

 

Deila |