Íslandskexið er gott við öll tilefni.Það eru margir sem hafa þann sið að fara í haustferð út fyrir borgarmörkin. Nú er sá tími ársins þegar laufblöðin á trjánum eru gul og rauð og brún og skarta sinni fegurstu litadýrð áður en þau falla af trjánum fyrir veturinn. Í sumar fjölluðum við um að kexið frá Kexsmiðjunni væri tilvalið í útileguna, en það er vitanlega ekki síður hentugt í styttri ferðalög eins og haustferðalagið.


Það er fátt sem jafnast á við að fara í haustferðalag þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta. Oft er talað um að það séu fáir staðir á landinu þar sem haustlitirnir eru jafn fallegir og á Þingvöllum og þeir sem hafa upplifað þá geta eflaust tekið undir það.

Margar fjölskyldur hafa þann sið hvert haust að skella sér í dagsferð út úr bænum. Og líkt og þegar útilegan er skipulögð er nauðsynlegt að hafa með sér heitt kaffi og kakó á brúsa, hlý föt fyrir göngutúrinn, góða skapið og svo vitanlega kexið frá Kexsmiðjunni til að gæða sér á eftir göngutúrinn.

Mundu eftir kexinu frá Kexsmiðjunni sem þú færð í næstu verslun fyrir haustferðina.

Deila |