Á haustin kemst tilveran í fastar skorður eftir sumarfrí og við setjum okkur í stellingar við að takast á við verkefni vetrarins. Félagasamtök, leikhópar og hvers kyns samtök lifna einnig við eftir dvala sumarsins.


Ein af þeim samtökum eru saumaklúbbar þar sem konur hittast og skrafa saman. Sumir saumaklúbbarnir hafa jafnvel verið starfræktir síðan konurnar voru í menntaskóla og því dæmi um að þær hafi verið áratugum saman í saumaklúbbi.

Í saumaklúbbinn koma konurnar gjarnan með eitthvað með kaffinu. Sú hefð hefur myndast að gjarnan eru fimmtudagskvöld valin fyrir saumaklúbbinn og læðist sá grunur óneitanlega að manni að það hafi eitthvað með það að gera að ekkert sjónvarp var á fimmtudögum hér áður fyrr eins og margir muna.

Í kvöld verða saumaklúbbar ábyggilega haldnir út um allan bæ. Umræðuefnið á ábyggilega ekki eftir að skorta og sögur af sumarfríum, gönguferðum og útilegum og ævintýrum sumarfrísins ábyggilega eftir að verða margar.

Það verður ábyggilega glatt á hjalla víða í kvöld og til að gera ánægjulega kvöldstund enn betri er upplagt að mæta með hafrakexið frá Kexsmiðjunni í saumaklúbbinn og bjóða upp á það ásamt ostum og sultu. Það hittir pottþétt í mark.

Deila |