Hamingjukaka frá Kexsmiðjunni.

Hamingjukaka Kexsmiðjunnar er glæný kaka sem fæst nú í næstu verslun. Hamingjukaka Kexsmiðjunnar kemur í þremur gerðum eða með bláberjabragði, eplafyllingu eða karamellubragði og er gott að velgja hana aðeins í ofni og bera fram með þeyttum rjóma eða ís.

Kökurnar frá Kexsmiðjunni njóta mikilla vinsælda eins og útilegukakan, sumarkakan og haustkakan og svo höfum við einnig verið með kökur þegar bæði Evrópumótið og heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram. Og er það von okkar að hamingjukakan fái jafn góðar viðtökur.

Hamingjukakan er ilmandi og nýbökuð og í þremur tegundum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Hún er kjörin með rjúkandi heitum kaffibollanum eða ísköldu mjólkurglasi og gott er að hita hana í ofni og bera fram með rjóma eða súkkulaði.

Nú fer aðventan bráðum að ná hámarki og framundan er  annasamur tími hjá flestum við jólaundirbúninginn. Það þýðir þó ekkert að gleyma því að taka sér pásur, tylla sér við eldhúsborðið og fá sér smáhressingu áður en lengra er haldið með jólaundirbúninginn. 

Prófaðu nýju hamingjukökuna frá Kexsmiðjunni sem þú færð í næstu verslun.  

Deila |

Lestu skyldar fréttir og um vöruna