Hjá Kexsmiðjunni er nú handagangur í öskjunni þar sem við höfum hafið smákökubakstur fyrir jólin. Þótt enn sé frekar langt til jóla erum við hjá Kexsmiðjunni að komast í hátíðarskap enda ekki hægt annað við að finna ilminn af nýbökuðum smákökum sem væntanlegar eru í verslanir innan skamms.

 

Það er enn talsvert til jóla en maður er farinn að sjá stöku jólaseríu og eflaust sumir byrjaðir að kíkja í búðir og kaupa eina og eina jólagjöf og jafnvel farnir að setja eina og eina jólaseríu í gluggann.

Jólasmákökurnar eru svo vitanlega ómissandi í jólastússinu með jólalögunum og eins og undanfarin ár í höfuðstöðvunum okkar hér fyrir norðan bökum við átta tegundir af ilmandi jólasmákökum. En það eru blúndukökur, Dísudraumar, dropakökur, hálfmánar, kókosappelsínukökur, kókostoppar, súkkulaðibitakökur og vanillufingur. 

Jólasmákökur Kexsmiðjunnar eru bragðgóðar og stökkar og því alveg nákvæmlega eins og jólasmákökurnar eiga að vera enda bakaðar eftir rótgrónum og hefðbundnum íslenskum uppskriftum.

Mundu eftir jólasmákökum Kexsmiðjunnar í næstu verslun.

 

 

 

Deila |