Kexsmiðjan að sumri
Sumrinu fylgja góðar minningar

Íslenska sumrinu fylgja bjartar nætur og útilegur, leikur og útivera. Vörurnar frá Kexsmiðjunni eru fullkominn ferðafélagi í útilegurnar, gönguna, bústaðinn og lautarferðina. Hvort sem ætlunin er að leggja land undir fót, vera á vegum úti eða bara skreppa út í garð í góða veðrinu er gott Veganesti nauðsynlegt. Nú fæst Veganestið í flestum betri bensínstöðvum og vegasjoppum um allt land

Kexsmiðjan að hausti
Haustið er uppáhaldsárstíð margra

Þótt eftirsjá sé að sumri þá finnst flestum huggulegt að fá rökkur á kvöldin aftur og njóta þess með kveikt kertaljós. Náttúran bregst við árstíðaskiptum og laufskrúðið sýnir alla sína litadýrð áður en það fellur til jarðar. Haustið býður upp á huggulegar stundir heimavið þegar haustvindurinn gnauðar útifyrir, eða yndislegar gönguferðir í haustsólinni.

Kexsmiðjan að vetri
Vetir
Veturinn er dimmur og oftast kaldur

Veturinn með myrkri og frosti reynist sumum erfiður. Hann er þó fjarri því að vera alslæmur. Fyrsti snjórinn kætir jafnan börnin og ís og snjór opna ýmsa möguleika í útiveru og íþróttaiðkun. Snúðar og muffins bragðast aldei betur en með heitu súkkulaði á köldum vetrardegi. Veturinn býður líka upp á jólin, og jólunum fylgja allar gómsætu smákökurnar.

Kexsmiðjan að vori
Vorinu fylgir ilmur af gróðri

Dagurinn lengist og það er ný orka á sveimi. Sólin vermir gluggakistuna og ber með sér fyrirheit um sólríka sumardaga. Á svoleiðis stundum, hvort sem er í vinnu eða heimavið, er svo gott að eiga góðan bita með kaffisopanum, loka augunum og láta sig dreyma. Hjónabandssæla Kexsmiðjunnar er til dæmis fullkominn kaffibiti á svona stundum og krakkarnir elska Íslandskexið

Gott Veganesti

Veganestiststandur frá Kexsmiðjunni
Hafðu augun opin fyrir Veganestisstandinum í næstu verslun.

Veganesti eru gómsætir bitar í handhægum umbúðum fyrir fólk sem er á ferðinni, og auk þess fullkomnir í nestispakkann. Nú er hægt að nálgast formkökur, vínarbrauð, möffins og kanilsnúða frá Kexsmiðjunni með græna Veganestismiðanum í næstu verslun. Í boði eru fjögur möffins í poka, átta kanilsnúðar eða sérpakkaðar formkökur, vínarbrauð og möffins.